5.4.18

Strength
Styrktarveisla í dag!

Við ætlum að toppa í dag í hnébeygju, axlapressu og réttstöðulyftu, til þess að finna tölur sem við munum reikna út frá þegar við byrjum á Wendler styrktarprógramminu í næstu viku!

Fyrst finnur þú 3RM í hnébeygju, svo 3RM í axlapressu og síðan 3RM í réttstöðulyftu.

Skrifaðu niður hjá þér tölurnar til útreikninga seinna meir.

Markmið:
– Sterkari!

Fókus:
– Dragðu inn andann í byrjun hverrar lyftu og haltu ALLTAF spennunni í gegnum alla lyftuna.
– Fulla dýpt í hnébeygju, upp að þínum mörkum.
– Engin dýfa eða aukahreyfing í axlapressunni.
– Sterk upphafsstaða í réttstöðulyftu.

Flæði:
– Þú hefur ca. 30-36 mínútur til þess að klára lyfturnar þínar.
– Hnébeygjur og axlapressur í rekkunum.
– Réttstöðulyftur í sölunum.

Góða skemmtun!

Back Squat (3RM)
Þú hefur 12 mínútur til þess að finna þriggja endurtekninga hámarksþyngd í hnébeygju.

Skráðu lokaþyngd í skor.

Shoulder Press (3RM)
Þú hefur 12 mínútur til þess að finna þriggja endurtekninga hámarksþyngd í axlapressu.

Skráðu lokaþyngd í skor.

Deadlift (3RM)
Þú hefur 12 mínútur til þess að finna þriggja endurtekninga hámarksþyngd í réttstöðulyftu.

Skráðu lokaþyngd í skor.

MWOD
Brjóstvöðvateygja, 2m/2m
Dúfa, 2m/2m
Sófateygja, 2m/2m

CategoryWOD