BARNAPÖSSUN

Hægt er að sjá hér neðst á síðunni undir næstu tímar hvenær barnapössun er í boði og á hvaða tímum.

Skráning er mjög mikilvæg og er framkvæmd í WODIFY undir barnapössun. Pössunin fellur niður sé engin skráning tveimur klukkustundum fyrir tíma og eru aðeins 8 pláss í boði í hvert sinn.

REGLUR
……sem ber að fylgja
* Börn verða að vera inni í teygjusal ásamt gæsluaðila allan tímann
* Það er ekki í boði að sitja og horfa á æfingu (eða ipad), fyrst og fremst vegna slysahættu en einnig truflana
* LIMIT í barnapössun eru 8 börn í einu og hvert barn má aðeins vera í eina klukkustund
* Barnapössun FELLUR NIÐUR ef engin skráning er 2 klukkustundum fyrir tímann
* Vinsamlegast gangið úr skugga um að börnin séu búin að gera þarfir sínar fyrir æfingu
* Matur og drykkir eru ekki leyfðir
* Börn geta ekki komið með í aðra skipulagða tíma
* Börn eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna innan húsakynna CFA
– – – – – – – – – – ATHUGIÐ SÉRSTAKLEGA – – – – – – – – – –
Börn geta því miður ekki komið með foreldrum í aðra skipulagða tíma vegna plássleysis og slysahættu. Við biðjum alla um að sýna öðrum meðlimum og starfsfólki virðingu með því að virða það.
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Alla jafna er barnapössun sem hér segir, í klukkutíma í senn á meðan skipulagðir tímar eru í gangi.
*Uppfært 07.01.19

Mánudaga 18:30
Þriðjudaga ***Engin barnapössun
Miðvikudaga ***Engin barnapössun
Fimmtudaga 16:30
Föstudaga 16:30 & 17:30
Laugardaga 10:00
Sunnudaga 10:00 & 11:00

ATH. hvert barn skal ekki vera lengur en 1 klukkustund í pössun. Foreldri þarf að vera í húsinu á sama tíma. Meðlimum er ekki heimilt að koma með önnur en sín börn í pössunina.

—-

HádegisWOD eru foreldraWOD
Við viljum hvetja foreldra í fæðingarorlofi að taka börnin með í hádegis WOD tímana. Börnin geta sofið í vögnunum fyrir utan og komið inn ef þau vakna.

—-

BARNAPÖSSUN er meðlimum að kostnaðarlausu

1.000 kr. fyrir DROP IN

Börn þurfa að hafa náð amk. 6 mánaða aldri.