Lyftingafélag Austurlands var formlega stofnað í 23. Maí 2016 þar sem áhugi og ástundun hafði aukist umstalsvert á greininni eftir að CrossFit varð vinsælt á Austurlandi. Ólympískar lyftingar eru ein af grunnstoðum CrossFit þjálfunar.

Ólympísku lyfturnar eru snörun (snatch) og jafnhöttun (clean and jerk).
Að öðlast færni í lyftunum tekur tíma og krefst þolinmæði og aga. Ávinningur af ástundun ólympískra lyftinga er mikill þar sem í hverri lyftu reynir á styrk, snerpu, hraða, liðleika, samhæfingu, jafnvægi og nákvæmni sem allt eru mikilvægir þættir í almennri hreysti.

Uppbygging félagsins er í fullum gangi & býður LFA í dag upp á góða æfingaaðstöðu á Egilsstöðum og Neskaupsstað þar sem haldin eru fjölmörg námskeið yfir árið á vegum LFA fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Árgjald félagsmanna LFA = 5.000 kr.
*Upphæðin rennur óskipt til aðstöðuuppbyggingar í þínu sveitarfélagi

Við hvetjum alla áhugasama eindregið til að skrá sig í félagið hvort sem hugurinn leitar til þess að vilja stunda íþróttina sjálfur eða einfaldlega til að styðja við uppbyggingu hennar í þínu sveitarfélagi.

SKRÁ MIG SEM FÉLAGSMANN LYFTINGAFÉLAGS AUSTURLANDS

OLY 101

 CrossFit Austur býður upp á námskeið í ólympískum lyftingum OLY101 þar sem farið er yfir undirstöðuatriðin í Snatch og Clean & Jerk.

Námskeiðið er 4 skipti, 60 mínútur hvert skipti
Verð: 16.990 kr.

*Ekki þarf að vera meðlimur í CrossFit Austur til að taka þátt á námskeiðinu *Meðlimir CFA fá að venju 40% afslátt af námskeiði

Skráning

WIT

WIT NÁMSKEIÐ
12 VIKUR

3.Feb-21.Apríl 2019
VERÐ 23.990 + LFA félagsaðild

Að loknu OLY101 bjóðum við upp á ólympískar lyftingaæfingar “WIT” á sunnudögum kl. 09.00-11:00 sem eru hugsaðar til að viðhalda og bæta getu í Ólympískum Lyftingum.

Nauðsynlegt er að hafa lokið OLY101 eða vera með sambærilegan grunn. *Aðgangur að tímunum er innifalinn í meðlimakorti CF Austur auk þess að vera félagsmaður LFA

Skráning

BARNA & UNGLINGASTARF LFA

VORNÁMSKEIÐ 2019

BÖRN 9-12 ÁRA
5.Feb-23.Apríl 2019 12x skipti
Þriðjudaga kl. 16:30-17:30
Verð 6.000 kr.

UNGLINGAR 13-18 ÁRA
7.Feb-25.Apríl 2019 12x skipti
Fimmtudaga kl. 16:30-17:30
Verð 6.000 kr.

Skráning