Upplýsingar um seljanda
Seljandi er CF Austur ehf, kt: 560914-1640, til húsa að Lyngás 12, 700 Egilsstöðum.

Almennt
Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði CrossFit Austur crossfitaustur.com. Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.

VERÐ
Öll verð á heimasíðu og í netverslun eru með virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga eða prentvilla.

GREIÐSLUR
Allar kreditkortagreiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Dalpay. Einnig er boðið upp á að greiða með bankamillifærslu og koma allar upplýsingar fram þegar pöntun er staðfest. Greiðsla þarf að móttakast innan 12 klukkustunda frá því pöntun er gerð. Sé greiðsla ekki móttekin innan þessa tíma mun pöntunin eyðast.

ÁSKRIFTARSAMNINGUR
Mánaðargjald er samkvæmt verðskrá dagsetningar sem samningur er gerður. Meðlimagjaldið kemur sem krafa í heimabanka. Samning þarf að segja upp skriflega í afgreiðslu á þar tilgerðum eyðublöðum svo hann endurnýjist ekki mánaðarlega. Þriggja mánaða uppsagnarfrestur er á öllum áskriftarsamningum. Uppsögn tekur gildi um komandi mánaðarmót. Áskriftarmeðlimir halda sínum kjörum áfram mtt. vísitölu neysluverðs í janúar hver ár, þar til þeir segja sig úr áskrift, kjósi þeir að koma aftur í áskrift þurfa þeir að koma inn á áskriftaverði þess tíma. Greiði félagi í CF Austur ekki af einhverjum ástæðum umsamið mánaðarlegt aðildargjald á tímabilinu er öll ógreidd upphæð samnings fallin í gjalddaga og fer hún sjálfkrafa í innheimtu.

LYKLASAMNINGUR
Mánaðargjald fyrir lykil er samkvæmt verðskrá dagsetningar sem samningur er gerður. Meðlimagjaldið kemur sem krafa í heimabanka. Samning þarf að segja upp skriflega í afgreiðslu á þar tilgerðum eyðublöðum svo hann endurnýjist ekki mánaðarlega. Uppsögn þarf að berast fyrir 20. hvers mánaðar og tekur hún gildi strax. Meðlimir halda sínum lykla kjörum áfram mtt. vísitölu neysluverðs í janúar hver ár. Meðlimir er rukkaðir um mánaðarlegt gjald lykils þar til þeir skila lykli. Reikningar eru sendir út 20. Hvers mánaðar og eru ekki felldir niður. Renni kort úr gildi og sé viðkomandi ekki búinn að skila lykli fer hann sjálfkrafa í áskrift og fær sendan reikning í heimabanka mánaðarlega og gilda þá áskriftarákvæði við. 18 ára aldurstakmark er á lyklinum, 16-17 ára geta fengið aðgang að lyklinum með undirskrift forráðamanns. Hjón geta notað sama lykil fyrir sig og sín börn undir 16 ára séu börnin meðlimir CFA. Einstaklingar undir 16 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Greiði félagi í CF Austur ekki af einhverjum ástæðum umsamið mánaðarlegt aðildargjald á tímabilinu er öll ógreidd upphæð samnings fallin í gjalddaga og fer hún sjálfkrafa í innheimtu.

Opnunartími fyrir þá sem eru með lykil er allan sólarhringinn, viðkomandi er heimilt að mæta í stöðina hvenær sem er á þessum tíma. Lykilinn veitir aðgang að svartholinu/lyftingarsalnum. Aðeins er heilmilt að vera í lyftingarsal nema starfsmaður sé á svæðinu. Óheimilt er að taka með sér vini sem ekki eru með aðgang að lykli, þrátt fyrir að þeir séu meðlimir CFA. Fylgst er með úr öryggismyndavél til að tryggja að allir sem koma séu með aðgang og að gengið sé vel um. Undantekningarlaust skal gera grein fyrir sér í WODIFY í lyftangarsal þegar komið er inn í stöðina.

EFTIRFARANDI GILDIR UM ALLA MEÐLIMI
Ég undirrituð/aður gerist hér með meðlimur hjá CF Austur ehf. Kt. 560914-1640. Ekki er hægt að fá endurgreiðslu fyrir tímabil sem meðlimur nýtir ekki af einhverjum ástæðum. Ekki er hægt að leggja kort inn og fresta þar með greiðslu eða færa til úttektarmánuð. Tillit er tekið til alvarlegra veikinda og þarf þá að framvísa læknisvottorði. Sama á við barnshafandi konur. Allir sem stunda þjálfun í húsakynnum CF Austur ehf. gera það alfarið á sína eigin ábyrgð hvort sem er í skipulögðum tímum eða einir. CF Austur ber ekki ábyrgð á meiðslum iðkenda undir nokkrum kringumstæðum. Öryggismyndavélar eru í gangi allan sólarhringinn, CF Austur ehf. mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda þriðja aðila efni úr þeim. Undantekningarlaust skal gera grein fyrir sér þegar komið er inn í stöðina með innskráningu í WODIFY. Börn undir 16 ára þurfa ávalt að koma í fylgd forráðamanna nema í skipulagða krakka tíma. CF Austur ehf. ber ekki ábyrgð á fjármunum meðlima. CF Austur ehf. er heimilt að breyta stundatöflu og opnunartíma fyrirvaralaust. Meðlimir skuldbinda sig til að hlíta umgengisreglum CF Austur, ganga vel um búnað stöðvarinnar og að ganga ávalt frá eftir notkun.

ATH. Hverskyns notkun stera og ólöglegra frammistöðuaukandi efna er ekki liðin innan húsakynna CF Austur né í keppnum þegar keppt er undir nafni/nöfnum CF Austur.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Seljandi meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu crossfitaustur.com í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

Hafa samband
Sendið okkur línu á cfa@crossfitaustur.com ef þið hafið eitthverjar fyrirspurnir og við svörum þér eins fljótt og auðið er.

Ég hef kynnt mér efni samngingsins þmt. uppsagnarákvæði og samþykki hann í einu og öllu.

Heimilisfang:

CrossFit Austur
bt. CF Austur ehf.
Lyngás 12
700 Egilsstaðir

DalPay Retail er endursöluaðili fyrir CF Austur ehf og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 412 2600″ eða “DalPay Retail is the reseller of services provided by CF Austur ehf and dalpay.is+354 412 2600 will appear on your card statement”